Æfing fellur niður á morgun, fimmtudag

Sæl, öllsömul!

Vegna kappleikja á grasvellinum fellur æfing niður á morgun, fimmtudag, 30. maí. 

Birgir og Guðbjörn þjálfarar. 

Leikur í Íslandsmóti, tilhögun og liðsskipan

Sæl, öllsömul!

Á morgun, sunnudag, 26. maí, hefst Íslandsmót hjá A-liðum þegar att verður kappi við Breiðablik 2. Fer leikur þessi fram í Fagralundi í Kópavogi. Liðsskipan verður eftirfarandi:

Ásta, Freyja, Guðný (M), Hekla, Ísabella, Katrín, Selma, Sylvía og Veronika.

Birta og Eva eru forfallaðar og ber að tilkynna um öll frekari forföll. Það auðveldar skipulagningu.

Umræddur leikur hefst kl. 10 og þurfa stúlkur að vera mættar ca 45 mínútum fyrir leik á leikstað, helst fullbúnar til leiks. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til þess að skipuleggja sig innbyrðis svo tryggja megi að allir komist á áfangastað.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Fyrsti leikur í Íslandsmóti á sunnudag

Sæl, öllsömul!

Athygli er hér vakin á því að fyrsti leikur í Íslandsmóti er á sunnudag, 26. maí, kl. 10, þar sem att verður kappi við Breiðabilik 2. Leikið verður í Fagralundi. Nánari tilhögun, þ. á m. liðsskipan, verður kunngerð síðar í dag.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Æfingar í þessari og næstu viku

Sæl, öllsömul!

Æfingar í þessari og næstu viku verða á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 17 til 18. Æfingar munu fara fram á grasvellinum á Álftanesi. 

Athygli er vakin á því að tækniæfingar á fimmtudögum hafa runnið sitt skeið á enda í bili.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.