Leikjum í dag frestað vegna veðurs

Sæl, öllsömul!

Ráðgerðum leikjum í Faxaflóamóti við Hauka í dag, föstudag, hefur verið frestað vegna veðurs. Er þetta að ósk Hauka.

Nýr leiktími verður ákveðinn síðar.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Breytt áætlun á sunnudag

Sæl, öllsömul!

B-liði Álftaness stendur til boða að taka þátt í knattspyrnumóti á vegum Stjörnunnar á sunnudag en mót þetta hefst kl. 12:20. Við þjálfarar höfum afráðið að þekkjast boðið en ekkert þátttökugjald er vegna þess að Álftanes er gestalið. Lið Álftaness leikur sem D-lið.

Fyrri áætlun stendur um að leika við Breiðablik í Fífunni fyrr sama dag. Fyrirkomulag verður hins vegar á þá lund að stúlkur eru boðaðar í Fífuna á sama tíma og áður var ráðgert. Þeim leikjum mun ljúka um kl. 11:45. Því næst verður haldið í Garðabæ og tekið þátt í umræddu móti.

Sömu stúlkur eru boðaðar í Fífuna og áður. Í mótið á vegum Stjörnunnar eru stúlkur í 6. flokki, sem æft hafa með flokknum, einnig boðaðar, þ. e. Aníta, Diljá, Hanna Sól, Silja og Svandís. Þurfa þær að vera mættar fullbúnar til leiks um kl. 12 út á Stjörnuvöll. 

Vonandi er þetta allt skýrt en ef einhverjar spurningar eru þá er fólk hvatt til þess að hafa samband.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Æfingamót hjá B-liði sunnudag

Sæl, öllsömul!

Á sunnudag, frá kl. 11 til 13, verður æfingamót í Fífunni í Kópavogi fyrir þær stúlkur sem ekki tóku þátt í Íslandsmótinu í Futsal innanhússknattspyrnu. Um ræðir eftirfarandi stúlkur: Aþena Ösp, Ásta Glódís, Elsa María, Hólmfríður Sunna , Ísabella Líf, Katla Sigga, Rakel Lilja, Rebekka Steinunn, Thelma Siv og Viktoría. Þá er Guðný Kristín enn fremur boðuð en hún mun leika sem útileikmaður.

Fyrirkomulag verður þannig að leikið verður á 1/4 vallar og verða mótherjar a. m. k. tvö lið frá Breiðablik, mögulega og vonandi einhver fleiri lið.

Brýnt er að tilkynna um öll forföll, það auðveldar skipulagningu. Verði forföll munu stúlkur í 6. flokki, sem æft hafa með flokknum, verða boðaðar.  

Stúlkur þurfa að mæta um kl. 10:45 í Fífuna umræddan sunnudag, fullbúnar til leiks. Keppnisskyrtur verða afhentar á leikstað.

Að lokum er athygli vakin á því að mögulega munu leikir í Faxaflóamóti, gegn Haukum, fram á föstudag eða um helgina. Mun það vonandi skýrast í dag, miðvikudag.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Leikir í Faxaflóamóti á föstudag

Sæl, öllsömul!

Leikir við Hauka í Faxaflóamóti hjá A- og B-liði munu fara fram að Ásvöllum í Hafnarfirði á föstudag, 19. apríl nk. Leikirnir hefjast kl. 16:30 en þeir munu báðir fara fram á sama tíma. Leikið verður á 1/4 vallar hjá báðum liðum. Liðskipan verður eftirfarandi:

A-lið: Birta, Eva, Freyja, Guðný (M), Hekla, Katrín, Selma, Sylvía og Veronika.  

B-lið: Aþena Ösp, Ásta Glódís, Elsa María, Hólmfríður Sunna (M), Ísabella Líf, Katla Sigga, Rakel Lilja, Rebekka Steinunn, Thelma Siv og Viktoría. Þá eru stúlkur í 6. flokki, sem æft hafa með flokknum, enn fremur boðaðar. Um ræðir Anítu, Diljá, Hönnu Sól, Silju og Svandísi.

Stúlkur þurfa að mæta um kl. 16 að Ásvöllum í Hafnarfirði, fullbúnar til leiks. Keppnisskyrtur verða afhentar á leikstað.

Brýnt er að tilkynna um öll forföll, það auðveldar skipulagningu. Verði forföll munu mögulega einhverjar stúlkur færast til í liðum, þá úr B-liði í A-lið. 

Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til þess að skipuleggja sig innbyrðis svo tryggja megi að allir komist á áfangastað.

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.