Snæfellsnes-Álftanes

Komið þið sæl.

Hér kemur loks stutt umsögn um leik okkar við Snæfellsnes sem fór fram á Hellissandi.

A liðið spilaði fyrst og byrjuðu mjög vel sköpuðu sér dauðafæri strax í fyrstu sókn
sem þær hefðu átt að nýta betur.Eftir þetta komu nokkur færi til viðbótar en ekki
gekk betur að nýta þau. Um miðjan fyrri hálfleik ná Snæfellsnes að skora mark
eftir smá klafs í vörninni hjá okkur og rétt fyrir hálfleik ná þær að skora aftur frekar ódýrt mark
og var staðn því tvö núll í hálfleik.
Í seinni hálfleik heldu okkar stelpur áfram að reyna og sköpuðu sér færi en inn fór boltinn ekki.
Og var loka staðan því tvö núll fyrir Snæfellsnesi.

Þá kemur að b liðinu og var það heldur betur skemmtilegur leikur á að horfa.
Var sótt á báða bóga og var spilið hjá stelpunum mjög gott. Skoruðu Snæfellsnes á undan
en okkar stelpur voru fljótar að jafna og var það Diljá sem gerði það.
Í hálfleik var staðan 1-1 og allt í járnum og hélt baráttan áfram í seinni hálfleik
og um miðjan seinnihálfleik skorar Diljá sitt annað mark og kemur okkur yfir.
Og en hélt spennan áfram og allt leit út fyrir sigur hjá okkar stelpum en þegar lítið var
efir ná Snæfellsnes að jafna og þar við sat,og urðu lokatölur 2-2.

Yfir höfuð var ég mjög ánægður með leik okkar og var hrein unun að sjá b liðið spila og
geta þær eins og a lið labbað með bros á vör frá þessum leikjum eins og ég gerði.

Úrslit
A lið
Snæfellsnes - Álftanes 2-0
B lið
Snæfellsnes - Álftanes 2-2 (Diljá 2 )

Kv
Guðbjörn þjálfari

Leikir í Faxaflóamóti á morgun, mánudag

Sæl, öllsömul!

Á morgun, mánudag, 13. maí, verður leikið í Faxaflóamóti hjá A- og B-liðum þegar att verður kappi við Gróttu. Umræddir leikir fara fram á Gróttuvelli og hefst leikur A-liðs kl. 16 og leikur B-liðs kl. 16:50. 

Sama liðsskipan verður og í leikjunum gegn Snæfellsnesi og ÍBV, þ. e. sömu stúlkur eru boðaðar hjá báðum liðum.

Stúlkur þurfa að mæta ca 30 fyrir leik á leikstað, fullbúnar til leiks.

Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til þess að skipuleggja sig innbyrðis svo tryggja megi að allar stúlkur komist á áfangastað. 

Tilkynna ber forföll, það auðveldar skipulagningu. 

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.

Leikir við ÍBV á laugardag

Sæl, öllsömul!

Á morgun, laugardag, 11. maí, verður leikið í Faxaflóamóti hjá A- og B-liðum þegar att verður kappi við ÍBV. Umræddir leikir fara fram á grasvellinum á Álftanesi og hefjast samtímis, kl. 17:45. 

Sama liðsskipan verður og í leikjunum gegn Snæfellsnesi, þ. e. sömu stúlkur eru boðaðar hjá báðum liðum. Mögulega munum við hins vegar þurfa að færa einhverja stúlku eða stúlkur úr B-liði í A-lið vegna fyrirsjáanlegra forfalla hjá A-liði. 

Stúlkur eiga að mæta kl. 17 í íþróttahúsið á Álftanesi, helst fullbúnar til leiks.  

Birgir og Guðbjörn þjálfarar. 

Leikir í Faxaflóamóti - liðsskipan og tilhögun

Sæl, öllsömul!  

Á morgun, fimmtudag, 9. maí, verður leikið í Faxaflóamóti hjá A- og B-liðum þegar att verður kappi við Snæfellsnes. Munu leikir þessir fara fram á Hellissandi. Liðsskipan verður eftirfarandi:  

A-lið: Birta, Freyja, Guðný (M), Hekla, Katrín, Selma, Sylvía og Veronika.  

B-lið: Aþena Ösp, Ásta Glódís, Elsa María, Hólmfríður Sunna (M), Ísabella Líf,Katla Sigga, Rakel, Rebekka Steinunn, Thelma Siv og Viktoría. Þá eru stúlkur í 6. flokki, sem æft hafa með flokknum, enn fremur boðaðar. Um ræðir Anítu, Diljá, Rebekku, Silju og Svandísi.

Forföll hafa þegar boðað Eva og Hanna Sól.   Leikur A-liða hefst kl. 12:30 og B-liða í framhaldi, eða um kl. 13:20.

Farið verður með rútu frá Álftanesi og er gjald í rútuna fyrir hvern iðkanda 2.000 krónur. Um ræðir 30 manna rútu þannig að einhverjir foreldrar/forráðamenn komast með. Þeir foreldrar/forráðamenn sem koma með þurfa ekki að greiða sérstaklega í rútuna.

Mæting er við íþróttahúsið á Álftanesi kl. 9 og verður lagt af stað í framhaldi. Áætluð heimkoma er líklega milli kl. 17 og 18 síðdegis. Stúlkur þurfa að hafa holt nesti með sér sem duga þarf allan daginn. Ekki er reiknað með að keyptar verði veitingar á leiðinni.

Brýnt er að tilkynna um öll frekari forföll, það auðveldar skipulagningu. Frekari forföll munu e. t. v. hafa einhverjar afleiðingar á liðsskipan. 

Birgir og Guðbjörn þjálfarar.