Mót sunnudaginn 26 okt.

Komið þið sæl.
Hér er liðskipan fyrir sunnudaginn 26 okt.-14.

Lið 1
Aníta, Hanna, Katrín Pála, Silja, Svandís og Thelma.

Lið 2
Berglind, Dagbjört, Diljá, Elma, Málfríður, Svanhvít Anna og Valgerður.

Mæting í Egilshöll Grafarvogi er kl 8:00 hjá liði 1 en fyrsti leikur er kl 8:30 á velli 5.
En mæting hjá liði 2 er kl 8:30 en fyrsti leikur er kl 9:00 á velli 4.
Stelpurnar eiga að mæta tilbúnar til leiks er ekki viss um að við fáum klefa.
Gott væri ef hver og ein kæmi með sína eigin vatnsbrúsa.
Kv Bjössi
8439983

Tækniæfingar

Sæl, öllsömul!

Á morgun, þriðjudaginn 21. október, hefjast tækniæfingar sem standa munu til boða iðkendum í 5. aldursflokki og á eldra ári í 6. aldursflokki. Munu aldursflokkar þessir æfa saman.

Æfingar munu fara fram einu sinni í viku og verða þær inni í íþróttahúsi. Hver æfing mun standa yfir í 35 mínútur. Æfingatími er frá kl. 18 til 18:35.

Iðkendur þurfa að hafa sama búnað og við innanhússæfingar.

Birgir Jónasson yfirþjálfari.

Mátunardagur

Þriðjudaginn 14 okt verður mátunardagur Umfá á neðri gangi Íþróttamiðstöðvar milli 16 og 18.

Kv BJössi

Dósasöfnun

Komið þið sæl.

Núna á þriðjudaginn 14 okt eiga stúlkurnar í 5 flokk dósasöfnun og hefst hún kl 18 og er mæting við áhaldahúsið á

Álftanesi  (gula húsið fyrir neðan Túngötu).

 Munu þær fá miða eftir æfingu á mánudag sem þær þurfa að bera út eftir æfingu.

kv Bjössi
8439983