Sumarfrí

Sæl öllsömul, nú er sumarfrí í fótboltanum hja okkur. Næsta æfing er mánudaginn 29.júlí.

Sjáumst hressar :)

Kv.Helga

Kvöldvaka

Hæ hæ, kvöldvakan byrjar 19:30. Stelpurnar fá smá nammi í poka og eiga því ekki að taka pening með sér. Mæli með  að hafa vatnsflösku meðferðisþví það getur verið ansi heitt þarna :)

Leikjaplanið ætti að verða klárt á meðan kvöldvakan er, þið getið kíkt á simamotid.is og skoðað. Ég set fyrstu leiki inn þegar ég kem heim aftur.

Sjáumst hressar á eftir,

 

Kv.Helga

Símamótið sunnudagur

Hæ hæ, öll liðin spila tvo leiki á morgun en aðeins fyrri leikirnir eru komnir inn. Úrslit þeirra ráða hvenær við spilum seinni leikina.

Álftanes 3 leikur á velli 2 kl.8:30

Álftanes 2 leikur á velli 2 kl.9:40

Álftanes 1 leikur á velli 14 kl.9:40

 

Síðustu leikirnir eru um hádegi.

 

Sjáumst hress í fyrramálið.

 

Kv.Helga, Guðrún og Berglind

Símamótið laugardagur

Jæja, leikjaplanið fyrir morgundaginn liggur fyrir.

c-liðið byrjar á velli 7 kl.9 

b-liðið byrjar á velli 16 kl.9:30

a-liðið byrjar á velli 15 kl.10

Leikjaplanið í heild er á simamotid.is. C liðið færðist í E-lið SA riðil, B-liðið er í C-liðum í SC riðli og A-liðið er B-lið SC riðill.

Mæting alltaf 30 min fyrir fyrsta leik :)

 

Adam pabbi Evu Maríu verður liðstjóri hjá c-liðinu

Rúna mamma Söru verður liðstjóri hjá b-liðinu

Stefán pabbi Veru og Vöku verður liðstjóri hjá a-liðinu

 

Sjáumst hress á morgun :)

 

Kv.Helga, Guðrún og Berglind

 

 

Sæl öllsömul, ég var að heyra frá mótstjórninni. Leikjaplan morgundagsins verður ekki klárt fyrr en eftir einn og hálfan til tvo tíma. Ég set upplýsingar hérna inn um leið og ég fæ þær.

 

Hægt er að fylgjast með á simamotid.is 

Mæting á morgun 30mín fyrir fyrsta leik..

 

Bestu kveðjur, Helga