Dagskrá vikunnar, 20.-24. feb.

Sælar, stúlkur.

Dagskrá vikunnar verður eftirfarandi:

Mánudagur, kl. 18-19:30, gervigras.
Þriðjudagur, kl. 18-19, gervigras.
Miðvikudagur, kl. 19, leikur í Faxaflóamóti gegn Keflavík (Reykjaneshöll)
Föstudagur, kl. 18-19:30, gervigras.

Birgir Jónasson þjálfari.

Dagskrá næstu viku, 12.-16. feb.

Sælar, stúlkur.

Dagskrá vikunnar verður eftirfarandi (birt með fyrirvara um breytingar, s.s. vegna veðurs):

Sunnudagur, kl. 17-18:30, gervigras.
Mánudagur, kl. 18-19:30, gervigras.
Þriðjudagur, kl. 18-19:30, gervigras.
Fimmtudagur, kl. 18-19:30, gervigras.

Birgir Jónasson þjálfari.

Álftanes - HK/Víkingur, stutt umfjöllun

Sælar, stúlkur.

Ég ætla að fara örfáum orðum yfir leikinn á fimmtudag.

Í fyrsta lagi vil ég segja að mér fannst úrslitin ekki gefa fyllilega til kynna gang leiksins. Það sem varð okkur að falli er að við fengum á okkur ódýr mörk. Auðvitað vorum við ekki að skapa okkur mikið af afgerandi marktækifærum en þegar þú færð á þig fimm mörk í leik þarftu að leika býsna leiftrandi sóknarleik til þess að vega þann mun.

Í öðru lagi vil ég segja að þetta var allt annað en gegn ÍA. Við eigum þó langt í land og okkur skortir leikæfingu. Við þurfum öll að leggjast á eitt við að bæta okkur. Af því tilefni verðum við að æfa vel og stunda íþróttina af kappi.

Í þriðja lagi vil ég nefna að við þurfum að nýta okkur betur reynsluna og þá staðreynd að fyrir ári urðum við Faxaflóameistarar og á dögunum urðum við Íslandsmeistarar í futsal. Við verðum að nýta okkur til þess að taka skref fram á við.

Í fjórða lagi vil ég segja að okkur hefur fjölgað og það er vel. 

Heilt yfir er ég nokkuð sáttur við lungann af leik okkar við HK/Víking, ef undan eru skildir ákveðnir kaflar í leiknum, þá einkum fyrstu 15 mínúturnar í síðari hálfleik en á þeim tímakafla töpuðum við leiknum.

Loks vil ég segja að ég hyggst fljótlega setjast niður með ykkur og fara yfir stöðu mála, s.s. varðandi það hvernig við ætlum að haga æfingum næstu mánuði, hvar áherslur okkur eigi að liggja o.s.frv. Til hliðsjónar verða drög að æfingaáætlun okkar sem ég kynnti fyrir ykkur í október. 

Birgir Jónasson þjálfari.

Æfing á morgun, miðvikudag - leikur á fimmtudag

Sælar, stúlkur. 

Tókum enga áhættu með veðrið í dag en útlitið var hreint ekki gott um hádegi. Líklega var þó veður mun skárra en ætla mátti nú undir kvöld. Eltum ekki ólar við það.  

Tökum létta æfingu inni í íþróttasal á morgun, miðvikudag, frá kl. 18, þar sem veðurspá fyrir morgundaginn er afleit.

Leikum svo á fimmtudag við HK/Víking en veðurspá fyrir þann dag er nokkuð góð.  

Birgir Jónasson þjálfari.