Leikur í Faxaflóamóti

Sælar, stúlkur. 

Á morgun, þriðjudag, er fyrirhugað að leika í Faxaflóamóti. Mótherjar eru HK/Víkingur og hefjast leikar kl. 18 á Bessastaðavelli. 

Allar tiltækar stúlkur eru boðaðar, þ. á m. þær sem æft hafa með okkur og ekki eru skráðar í Álftanes. Stúlkur þurfa að mæta á leikstað kl. 16:45, með allan tiltækan búnað meðferðis. 

Veðurspá er miður góð (vonandi rætist hún ekki) og mun það koma í ljós um hádegisbil á morgun hvort kappleikurinn fari fram. Verði engin tilkynning komin inn kl. 13, mun leikurinn fara fram (nema eitthvað stórvægilegt gerist). 

Birgir Jónasson þjálfari. 

Æfingin í dag

Sælar, stúlkur.

Það er ekki spennandi veðurspá fyrir kvöldið. Verðum að vona það besta og sjá hvað setur, en það er ekki borð fyrir báru að komast inn í sal vegna fyrirhugaðs blakleiks.

Ákvörðun um æfingu verður væntanlega tekin þegar á hólminn er komið.

Birgir Jónasson þjálfari.

Tilþrif, myndskeið

Sælar, stúlkur. 

Knattspyrna er tilþrifaíþrótt. Fyrr í vikunni sá ég mögnuð sóknartilþrif hjá einum besta knattspyrnumanni heims. Sjá: https://www.youtube.com/watch?v=aUvv3aRlTe4

Í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, ef ekki væri fyrir þær sakir að fyrir rúmum 20 árum sá ég einn besta knattspyrnumann heims, þess tíma, gera ekki ósvipað. Sjá: https://www.youtube.com/watch?v=Bs2xEACR9og

Mátti til með að deila þessu með ykkur. 

Birgir Jónasson.  

Dagskrá vikunnar, 5.-9. feb.

Sælar, stúlkur.

Dagskrá vikunnar verður eftirfarandi (birt með fyrirvara um breytingar):

Sunnudagur, kl. 17-18:30, gervigras.
Mánudagur, kl. kl. 18-19, gervigras
Þriðjudagur, kl. 18, leikur í Faxaflóamóti gegn HK/Víkingi (Bessastaðavöllur).
Fimmtudagur, kl. 18-19:30, gervigras.

Birgir Jónasson þjálfari.