Leikur í Faxaflóamóti á morgun, fimmtudag

Sælar, stúlkur!

Frestaður leikur við Breiðablik 2 í Faxaflóamóti fer fram á morgun, fimmtudag, kl. 19:30, en þetta var fastmælum bundið nú rétt í þessu. Leikið verður í Fagralundi og þurfa stúlkur að vera mættar kl. 18:30 á leikstað, með allan tiltækan búnað meðferðis, þ. á m. keppnisskyrtur.

Allar stúlkur, sem skráðar eru í Álftanes og æft hafa að undanförnu, eru boðaðar.

Loks er athygli vakin á því að á föstudag er æfing í Garðabæ, kl. 19, og á sunnudag, kl. 12, er ráðgert að leika í Lengjubikar þar sem mótherji verður Sindri. Sjá eftirfarandi vefslóð: http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=33635.  

Birgir Jónasson þjálfari

Grindavík - Álftanes, stutt umföllun

Sæl, öllsömul!

Ég ætla að fara nokkrum orðum um leik Grindavíkur og Álftaness sem fór í gær, þriðjudag. Umræddur leikur var í Faxaflóamóti en leikið var í Hópinu í Grindavík, átta gegn átta (sjö útileikmenn og markvörður).

Stúlkurnar hófu leikinn ekkert sérlega vel og náði Grindavík t.d. að skora á fyrstu mínútu leiks. Fyrri hálfleikur einkenndist svolítið af vandræðagangi og að lagt var upp með ákveðið leikskipulag sem ekki hefur verið leikið áður. Þegar á leikinn leið, einkum í síðari hálfleik, batnaði skipulagið til muna og að mati þjálfari lofar þetta góðu um framhaldið.

Grindavík var yfir 4-1 í leikhléi en þegar á síðari hálfleik leið jafnaðist leikurinn og þegar fimm mínútur voru eftir náðu okkar stúlkur t.d. að jafna metin í 6-6. Grindavík náði hins vegar skora þrjú mörk í lokin og urðu lyktir því 9-6, þeim í vil. Mörk Álftaness gerðu Erna 2, Oddný 2, Júlíana 1 og Sigrún 1. Nokkur markanna voru einkar glæsileg.

Heilt yfir er ánægður með frammistöðuna, miðað við efni og aðstæður. Hafa ber í huga að leikmannahópur er fámennur og þetta var aðeins þriðji leikur liðsins frá síðasta hausti. Þá hafa orðið þjálfaraskipti og nýjum þjálfara fylgja nýjar áherslur sem tíma tekur að læra inn á, sbr. það sem áður segir um leikskipulag. Það sem ég var ánægðastur með var að stúlkurnar héldu áfram að reyna og misstu ekki trú á því sem þær voru að gera. Það er góðs viti.

Nú er komið stutt páskafrí frá æfingum. Næsta æfing er því þriðjudaginn 7. apríl í Garðabæ kl. 19:30. Vil biðja stúlkur um að viðhalda grunnþoli sínu og fara a.m.k. tvisvar út að skokka í fríinu í ca 25 mínútur í senn.

Birgir Jónasson þjálfari.

Leikur í Faxaflóamóti á þriðjudag

Sælar!

Á þriðjudag verður leikið gegn Grindavík í Faxaflóamóti. Leikið verður í Hópinu í Grindavík, sem er yfirbyggt knattspyrnuhús, og hefst leikurinn kl. 18. Leikið verður í átta manna liðum enda er ekki um að ræða knattspyrnuvöll í fullri stærð (líklega nálægt 2/3 af leikvelli í fullri lengd og breidd).

Allar stúlkur þær sem æft hafa undanförnu og skráðar eru í Álftanes eru hér með boðaðar.

Stúlkur þurfa að mæta við N1 í Hafnarfirði kl. 16:30 umræddan leikdag en lagt verður af stað þaðan í framhaldi (eigi síðar en kl. 16:45). Ráðgert er að halda af stað í Hópið þaðan og því eru stúlkur beðnar að mæta fullbúnar til leiks.

Birgir Jónasson þjálfari.

Æfingin á sunnudag

Sælar!

Á sunnudag verður ekki unnt að æfa inni í íþróttahúsi vegna viðhalds á sal hússins. Af því tilefni mun æfingin að öllum líkindum fara fram á sparkvellinum, frá kl. 16:30. Munum þó ræða það betur á æfingunni í dag, föstudag.  

Birgir Jónasson þjálfari.