Leikur í Íslandsmóti, tilhögun

Sælar, stúlkur!

Á morgun, miðvikudag, verður leikið í Íslandsmóti þegar att verður kappi við Hvíta riddarann. Leikið verður á Bessastaðavelli og hefjast leikar kl. 20. Allar stúlkur sem mættu á æfingu í dag og taldar voru upp eru boðaðar.

Þurfa stúlkur að vera mættar kl. 18:30 á leikstað og hafa allan tiltækan búnað meðferðis, venju samkvæmt. Sjúkraþjálfari verður á staðnum.

Þá vil ég biðja stúlkur um að hugsa vandlega um þau atriði sem við höfum rætt síðustu æfingar og hvernig við munum leggja leikinn upp.

Loks vil ég hrósa stúlkum fyrir góða æfingasók að undanförnu og vasklega framgöngu á æfingum. Það er orðið erfitt að velja fyrstu 11 leikmenn í byrjunarlið hverju sinni sem gefur vísbendingu um samkeppni og það er mjög jákvætt. Það er svo stúlkna sjálfra að höndla slíkt.   

Birgir Jónasson þjálfari.

Dagskrá næstu viku, 6. til 12. júlí

Sælar, stúlkur!

 

Dagskrá næstu viku verður eftirfarandi:

 

Mánudagur, kl.19:30, æfing (Bessastaðavöllur).

Þriðjudagur, kl. 18, æfing (Bessastaðavöllur).

Miðvikudagur, kl. 20, leikur í Íslandsmóti gegn Hvíta riddaranum (Bessastaðavöllur).

Fimmtudagur, kl. 18, æfing (Bessastaðavöllur).

 

Mögulega verður svo bætt við æfingu um næstu helgi.

 

Birgir Jónasson þjálfari

Táspyrnur, myndskeið

Sælar, stúlkur!

Má til með að vekja athygli ykkar á tveimur stuttum myndskeiðum þar sem táspyrnur koma við sögu. Yfirleitt er það svo að það fyrsta sem ungum knattspyrnuiðkendum er kennt er að spyrna ekki með tánni. Þessu er ég ósammála enda er máttur táspyrnunnar mikill, sé hún notuð með réttum hætti og á réttum augnablikum. Sjón er sögu ríkari!  

https://www.youtube.com/watch?v=9ybuV5V6ITY.

https://www.youtube.com/watch?v=9O3otJu2FWE.

Birgir Jónasson þjálfari.